Leyniorðalestin, hljóðalestin

Með september 20, 2018
Námsmarkmið

Nemendur læri að setja saman einföld hljóð, lesa.

Áhöld

Litlir leikhringir eða pönnukökur og stafirnir í þeim orðum sem verið er að vinna með.

Undirbúningur

Kennarinn velur orð sem á að æfa og finnur stafina í orðinu. Til dæmis orðið sól. Kennarinn leggur þrjá litla leikhringi eða pönnukökur i röð á gólfið og inni í hvern hring eða ofan á hverja pönnuköku setur hann einn staf.

Framkvæmd

Kennarinn hefur börnin í röð fyrir aftan sig og þau hoppa inn í hringinn eða ofan á pönnukökurnar og segja hljóðin sem stafirnir segja í leiðinni. Þannig mynda hljóðin orð sem börnin segja um leið og hoppað er. Kennarinn velur hvað hann hefur mörg orð á gólfinu á svæðinu í einu. Hann getur einnig haft saman orðið tvisvar.

Abrigði

a) Hægt er að æfa einfaldar hljóðasamsetningar úr þeim hljóðum/stöfum sem búið er að kynna fyrir nemendum. Til dæmis fa – fí – fó.

b) Gaman er að setja leyniorð inni í þrautabraut og kennarinn stendur til hliðar og hlustar eftir því hvort að nemendur eru að segja réttu hljóðin.

Myndir