Leyniorðið – ÞRAUTABRAUT
Námsmarkmið
Nemendur æfa sig í að hljóða og lesa orð.
Áhöld
Pönnukökur og stafir.
Undirbúningur
Stafirnir í lykilorði sem verið er að vinna með eru lagðir á pönnukökur, einn stafur á hverja pönnuköku og mynda leyniorð sem er ein þraut í þrautabrautinni.
Framkvæmd
Nemendur hoppa hljóðin/stafina í leyninorðinu og finna út hvert orðið er.
Kennarinn
Kennarinn stendur við hliðina á leyniorðinu og heyrir hljóðin sem nemendur segja.
Afbrigði
Fyrir aftan leyniorðið er skrifspjald sem nemendur skrifa leyniorðið á.