Liggja á gólfinu og skrifa orð

Með september 23, 2018
Námsmarkmið

Nemendur æfi sig að skrifa lykilorð.

Áhöld

Engin áhöld.

Framkvæmd

Nemendur liggja á gólfinu. Kennarinn kemur með munnleg, skrifleg (eða bæði) fyrirmæli um það hvaða orð (lykilorð) nemendur eiga að skrifa. Þeir skrifa það í rólegheitum, annaðhvort út í loftið með tánum, hendinni eða puttanum eða á gólfið.

Myndir