Muna staf og hljóð – ÞRAUTABRAUT
Námsmarkmið
Nemendur læri að þekkja og muna stafi og hljóð.
Áhöld
Stafir, skriftöflur og túss.
Framkvæmd
Stafahrúga með lykilstöfum sem verið er að æfa er sett fyrir framan þraut í þrautabraut. Nemandi dregur staf og segir kennaranum hvaða hljóð stafurinn segir og á að muna það. Hann leggur stafinn aftur í stafahrúguna. Nemandinn framkvæmir þrautina og hinum megin við hindrunina eru skrifspjöld eða maskínupappír sem þau eiga að skrifa stafinn sem þau drógu á.
Afbrigði
Nemendur segja hljóðið sem stafurinn segir á meðan þrautin er framkvæmd.