Ná í staf hópfélaga og leggja í litaða fötu/hring
Námsmarkmið
Nemendur læri að þekkja fremsta staf í nafni hópfélaga og hljóð þeirra.
Áhöld
Stafir, litaðar fötur/pönnukökur/leikhringir.
Undirbúningur
Kennarinn er með stafahrúgu fyrir framan nemendur, geta verið mismunandi stafir þ.e. frauðstafir, tréstafir, prentaðir o.s.frv.
Framkvæmd
Kennarinn kemur með fyrirmæli til dæmis: ,,Allir að finna stafinn hans Sigga. Stelpurnar hoppa á öðrum fæti og setja hann í bláa fötu og strákarnir taka risaskref og leggja hann í rauða fötu. ”
Svona er haldið áfram þar til fremsti stafur í nafni allra barnanna hefur verið fundinn og settur í mismunandi litar fötur eða leikhringi.
Kennarinn
Kennarinn þarf að ýkja fremsta hljóðið í nafni barnanna til að auðvelda þeim að átta sig á því hvaða staf á að ná í.