Orðahindrunarhlaup – ÞRAUTABRAUT

Með september 21, 2018
Námsmarkmið

Nemendur æfa sig í að lesa orð og setningar.

Áhöld

Skrifpjöld sem á hafa verið skrifuð orð eða plöstuð spjöld. Orðin geta myndað setningar.

Undirbúningur

Skrifspjöldunum er raðað í röð með passlegu bili á milli þannig að nemendur geti hoppað yfir spjöldin.

Framkvæmd

Þetta er ein þraut. Nemendur eiga að hoppa, ganga eða hlaupa yfir spjöldin og lesa á þau í leiðinni. Spjöldin getað myndan setningu.

Kennarinn

Kennarinn stendur við hliðina á nemandanum og leiðbeinir ef þarf.

Afbrigði

Fyrir aftan spjöldin er hægt að hafa skrifspjald sem nemandinn skrifa orðin eða setninguna á.

Myndir