Para saman, hástafir – lágstafir
Námsmarkmið
Æfa hástafi og lágstafi.
Áhöld
Pönnukökur eða keilur og stafapör (hástafur og lágstafur) fyrir þá stafi sem á að æfa.
Undirbúningur
Pönnukökum eða keilum er dreift um svæðið og undir þær eru lagðir lágstafir af þeim stöfum sem verið er að æfa. Kennarinn setur hástafina í fötu.
Framkvæmd
Nemendur koma í röð fyrir framan kennarann og eitt af öðru draga þau hástaf úr fötunni hjá kennaranum. Börnin eiga að nota ákveðinn ferðamáta og ferðast um svæðið, kíkja undir pönnukökurnar eða keilurnar og finna lágstaf sem passar við hástafinn sem þeir drógu hjá kennaranum. Þegar nemendur finna par þá koma þeir aftur til kennarans og draga annan staf.
Athugið: Þar sem þetta er einstaklingsmiðað verkefni þá getur verið að einn nemandi safni 10 pörum á meðan annar safnar 2 pörum og það er allt í lagi því að við erum öll ólík. Það sem gerist eftir það er:
a) Nemendur passa pörin sín, leggja þau frá sér og þegar búið er að finna öll pörin þá vinnur kennarinn með stafapörin, munnlega eða skriflega.
b) Þegar búið er að para allt saman þá er leikurinn búinn.
Skriflegt verkefni sem á við verkefnið.
Ef kennari velur leið a) er upplagt að láta nemendur fá skrifspjald og töflutúss og vinna með stafina sem þeir hafa safnað. Til dæmis með því að raða stöfunum í stafrófsröð eða kanna hvort að hægt sé að búa til orða úr stöfunum og skrifa þau á spjaldið.