Samsett orð – ÞRAUTABRAUT
Námsmarkmið
Nemendur æfi sig í samsettum orðum.
Áhöld
Samsett orð (sjá www.leikuradlaera.is), leikhringir.
[ Samsett orð, myndir ] [ Samsett orð, stafir ]Undirbúningur
Kennarinn setur orð í box sem passa við orð á spjaldi hinum megin við þrautina.
Framkvæmd
Nemandinn dregur spjald öðrum megin við þrautina, ferðast með orðið og leggur á bingóspjald hinum megin við þrautina.