Skrifa staf/lykilhljóð á bakið á hvort öðru
Námsmarkmið
Nemendur æfi sig í að tengja saman lykilhljóð og form þeirra.
Framkvæmd
Tveir nemendur eru saman, annar situr fyrir framan hinn og snýr bakinu í hann. Sá sem er fyrir framan er með lokuð augun. Kennarinn lyftir upp mynd af þeim lykilstaf sem verið er að æfa. „Skrifarinn“ skrifar stafinn á bakið á þeim sem er fyrir framan. Sá sem er fyrir framan segir hljóðið sem stafurinn segir. Áður en nemendur skipta um stað og endurtaka leikinn æfa nemendur og kennarar saman hljóðið.