Skrifum staf eða orð á bakið – Foreldraverkefni

Með september 25, 2018
Námsmarkmið

Nemendur æfa sig að þekkja stafi og hljóð eða orð.

Áhöld

Skrifspjald og tússpennar.

Framkvæmd

Kennarinn skrifar lykilstaf eða staf sem búið er að kenna eða lykilorð á upplýsingablaðið. Hann setur lítið blað yfir svo að barnið sjái ekki hvað standi. Á blaðinu stendur stafur eða orð sem foreldri á að skrifa á bakið á barninu. Barnið á að finna hvað er skrifað og segja foreldrinu.

Myndir