Skrifum staf eða orð á bakið – Foreldraverkefni
Námsmarkmið
Nemendur æfa sig að þekkja stafi og hljóð eða orð.
Áhöld
Skrifspjald og tússpennar.
Framkvæmd
Kennarinn skrifar lykilstaf eða staf sem búið er að kenna eða lykilorð á upplýsingablaðið. Hann setur lítið blað yfir svo að barnið sjái ekki hvað standi. Á blaðinu stendur stafur eða orð sem foreldri á að skrifa á bakið á barninu. Barnið á að finna hvað er skrifað og segja foreldrinu.