Spilaleikur, finna stafi hvors annars
Námsmarkmið:
Nemendur læri að þekkja fremsta staf í nafni hópfélaga sinna, hljóð þeirra og æfi sig að skrifa þá.
Áhöld:
Leikhringir, plastaðar myndir af nemendum í hópnum, 6 stk.af fremsta staf í nafni hvers nemanda í hópnum og tússpennar.
Undirbúningur:
Kennarinn leggur stóra leikhringi á gólfið, annaðhvort í hring eða tvær línur og setur mynd af hverjum nemanda og tússpenna í hvern hring. Í miðjuna, jafnlangt frá öllum nemendunum er stafahrúga með fremstu stöfum í nöfnum allra nemenda í hópnum.
Framkvæmd:
Nemendur fara í hús með sinni mynd. Þeir nota ákveðna ferðamáta, fara að miðjunni, draga staf, þau eiga ekki að draga sinn eigin staf. Ferðast með stafinn og setja í rétt hús miðað við mynd af barni, fara aftur í miðjuna, draga staf og flokka. Þegar búið er að flokka alla stafina, fer hver nemandi í sinn hring og byrjar að æfa sig að skrifa stafinn sinn, nafnið sitt eða annað sem barnið kann að skrifa.
Kennarinn:
Þegar að börnin eru að flokka stafina þá gengur kennarinn á milli, spyr nemendur hvaða hljóð stafurinn sem þeir eru með segir.