Spilaleikur, ná í staf og skrifa hann

Með september 21, 2018
Námsmarkmið

Þjálfun í að skrifa stafi.

Áhöld

Leikhringir, skrifspjöld, töflutússar, stafir.

Undirbúningur

Stórum leikhringjum sem notaðir eru sem vinnusvæði barna er dreift um svæðið annað hvort i hring eða tvær línur. Einn nemandi fer í hvern leikhring. Stafir eru settir í hring eða fötu jafn langt frá vinnusvæðum allra nemenda.

Framkvæmd

Nemendur nota ákveðna ferðamáta til að ná í einn staf og skrifa hann á skrifspjaldið hjá sér og ná svo í næsta staf og skrifa hann á spjaldið.

Myndir