Spilaleikur, söfnum stöfum og búum til orð – para og hópleikur
Námsmarkmið
Hljóðatening, lestur.
Áhöld
Leikhringir, bókstafir, skrifspjöld, tússpennar.
Undirbúningur
Kennarinn setur stafahrúgu á mitt leiksvæðið og skiptir nemendum í 4 lið. Liðin eru öll staðsett jafnlangt frá stöfunum.
Framkvæmd
Liðin búa til röð og sá fremsti í röðinni nær í einn staf (notar þann ferðamáta sem að kennarinn segir til um). Þegar hann kemur með staf til baka, þá fer næsti af stað og nær í staf og þannig gengur það koll af kolli eins og í boðhlaupi þangað til kennari segir stopp. Það getur verið þegar allir stafirnir eru búnir í hrúgunni eða eftir ákveðinn tíma. Þá er hægt að vinna með stafina á eftirfarandi hátt.
- Raða stöfunum í stafrófsröð
- Búa til eins mörg orð úr stöfunum og hægt er, bara nota hvern staf einu sinni
- Búa til eins mörg orð úr stöfunum og hægt er, skrifa orðið á skrifspjald og nota stafina aftur
Afbrigði
Leikurinn getur verið einstaklings-, hóp-, og paraleikur.