Stafadúkur, fremsta hljóð í orði
Námsmarkmið
Nemendur æfa sig í að hlusta eftir fremsta hljóði í orði.
Áhöld
Stafadúkur.
Framkvæmd
Kennarinn setur stafadúk í miðjuna og segir orð sem byrja á þeim hljóðum sem verið er að æfa. Kennarinn segir hvaða nemendur megi fara inn á stafadúkinn og á stafinn sem passar við hljóðið fremsta hljóðið í orðinu. Kennarinn tilgreinir jafnvel ákveðinn ferðamáta sem nemendur eiga að nota til að koma sér á dúkinn.
Nemendurnir sem fara inn í miðjuna eiga að forma stafinn með puttanum á dúkinn og hinir sem sitja að forma hann með því að skrifa stafinn út í loftið, á lærið á sér eða skrifspjald. Kennarinn leiðir hreyfinguna.