Hafdís Helga Þorvaldsóttir
Hafdís Helga Þorvaldsóttir er leik- og grunnskólakennari með mikla reynslu í kennslu 2-6 ára barna. Hafdís kynntist Leikur að læra þegar hún vann á leikskólanum Gimli í Reykjanesbæ en hefur s.l. 4 ár búið og starfað í Noregi.
Hafdísi finnst Leikur að læra frábær aðferð til að ná árangri hjá öllum barnahópnum samtímis á einfaldan og líflegan hátt. Henni finnst auðvelt að vinna með nokkur markmið í einum tíma þannig að öll börn njóti sín og nái sínum markmiðum. Hafdís fær alltaf nýjar hugmyndir eftir hvern LAL tíma það gefur henni sjálfstraust í starfi, öryggi og tilhlökkun að prófa hugmyndina og sjá hvernig börnin bregðast við.
Hafdís vinnur nú sem faglegur LAL leiðbeinandi í Mellom Nes Barnehage i Asker og hefur hún reynslu af því að allir getað beitt aðferðinni. Það eina sem þarf er áhugi, gleði í starfi og vera tilbúin til að nota sjálfan sig sem kennslutæki.
Síðastliðiðn 5 ár hefur Hafdís búið og unnið í Noregi og verið dugleg að breiða út boðskapinn meðal norskra leikskólakennara. Hún hefur haldið fjölmörg Lekende læring námskeið og kynningar þar í landi.