Skip to main content

Hildur Einarsdóttir

Hildur Einarsdóttir er menntaður leikskólakennari og útskrifaðist frá Háskóla Íslands árið 2004. Hún hefur haft það að leiðarljósi að kenna sínum nemendum í gegnum leik og hreyfingu. Hildur er sjálf með fimleikagrunn sem nýtist vel í starfi.

Hildur kynntist Leikur að læra fyrst árið 2013 þegar hún var að vinna á Heilsuleikskólanum Holtakoti og hefur unnið með það þar síðan.

Í dag sér hún um hreyfingu á öllum deildum og öll börnin fara í íþróttasal skólans 1x í viku. Hennar uppáhaldsæfingar og leikir eru þrautabrautir, þar finnst henni öll börn fái að njóta sín vel og auðvelt er að blanda  Leikur að læra þar inn í. Æfingarnar í þrautabrautinni þurfa að henta vel fyrir þann aldur sem er í salnum hverju sinni og einnig sá námsþáttur sem er tekinn fyrir í Leikur að læra.