Ragnheiður Ásta Rúnarsdóttir

Ragnheiður Ásta Rúnarsdóttir eða Ásta eins og hún er alltaf kölluð er að vinna í Leirvogstunguskóla í Mosfellsbæ.

Hún hefur unnið lengi á leikskóla, fyrst á Reykjakoti en flutti sig svo yfir í Leirvogstunguskóla þegar að hann opnaði 2015.

Ásta kom á fyrsta Leikur að læra námskeiðið sem var haldið á Íslandi í febrúar 2013 og sá strax möguleikana í kennsluaðferðinni, byrjaði strax að tileinka sér hugmyndir Leikur að læra og gera þær að sínum.

Ásta kom til dæmis með hugmyndina að skólar yrðu Leikur að læra skólar. Takk fyrir það Ásta! Leirvogstunguskóli var einmitt einn af fyrstu skólunum í LAL liðinu.  Ásta hefur kynnt kennsluaðferðina fyrir erlendum kennurum í Erasmus verkefi hérlendis og erlendis.

Í dag er Ásta verkefnastjóri Leikur að læra í Leirvogstunguskóla.