Draga orð eða mynd og leggja á stafadúk

Með september 24, 2018
Námsmarkmið

Æfa lestur, fremsta hljóð í orði og samstöfuklapp.

Áhöld

Fata með lykilorðum eða myndum af lykilorðum og stafadúkur.

Framkvæmd

Kennarinn lætur fötuna ganga, nemendur draga orð eða mynd.   Nemendur nota ákveðinn ferðamáta og ferðast með orðið eða myndina á réttan stafi á stafadúknum miðað við fremsta hljóð í orðinu. Forma stafinn með fingrinum, ferðast til baka og setjast aftur á sinn stað.

Afbrigði

Kennarinn kíkir á orðið með nemendum og klappar eða hpppar samstöfurnar í orðinu með öllum nemendum.

Myndir