Rím í krók

Með september 24, 2018
Námsmarkmið

Þjálfa nemendur í rími.

Áhöld

Rímmyndir sem hægt er að finna á:

[Létt rím, hástafir]  [Létt rím, lágstafir]

Undirbúningur

Kennarinn fjölfaldar og klippir út myndir og leggur þær í miðjuna annaðhvort í hring eða í fötu. Mjög gott að það séu margar myndir af sama ríminu.

Framkvæmd

Nemendur eiga að draga sér eina mynd eða að kennarinn lætur hvern nemanda fá eina mynd. Hann segir svo t.d. „Þeir sem eru með orð sem rímar við mús eiga að standa upp‟. Eða að þeir nemendur sem eru t.d. með mynd af húsi eiga að standa upp, gera eitthverja hreyfingu eða jafnvel skipta um pláss og nota til þess ákveðinn ferðamáta. Svona heldur leikurinn áfram þar til allir nemendur hafa fengið að gera hreyfingu, skipta um pláss o.s.frv.

Kennarinn

Mikilvægt að vera aðeins búinn að kynna rím fyrir nemendum. Sýna t.d. nemendum myndirnar sem ríma saman eða syngja lag með góðu rími og ýkja rímorðin (klappa rímorð, rímorð eru alltaf með sama atkvæðafjölda).

Myndir