Hoppa eða klappa atkvæði

Með september 24, 2018
Námsmarkmið

Nemendur æfi sig í að telja atkvæði í orðum.

Áhöld

Myndir af hlutum eða „dótapoki“. Dótapoki er poki eða box með smáhlutum sem kennarinn safnar saman, til dæmis hægt að nota til að finna fremsta hljóð í orði, klappa atkvæði o.s.frv. Ef verið er að þjálfa ákveðin hljóð er hægt að finna dót sem byrja á sama hljóði.

Framkvæmd

Kennarinn sýnir nemendum mynd af orðum eða dót úr dótapokanum sem byrja á því hljóði sem verið er að æfa til dæmis lykilorðum.   Nemendur klappa eða hoppa saman fjölda atkvæða í orðinu og telja hvað það eru mörg atkvæði.

Myndir