Draga staf úr stafaboxi og leggja á stafadúk

Með september 24, 2018
Námsmarkmið

Nemendur tengi saman hljóð og staf.

Áhöld

Fata með stöfum sem verið er að æfa og stafadúkur.

Framkvæmd

Kennarinn lætur stafafötuna ganga, nemendur draga staf segja hljóðið sem stafurinn segir. Nemendur nota ákveðinn ferðamáta og ferðast með stafinn á réttan stað á stafadúknum, forma stafinn með fingrinum, ferðast til baka og setjast aftur á sinn stað. Nokkrir nemendur geta verið að setja staf á dúkinn í einu.

Myndir