Hoppa orð á stafadúk

Með september 24, 2018
Námsmarkmið

Nemendur æfa sig í að tengja saman hljóð og lesa.

Áhöld

Stafadúkur, orðaspjöld eða skrifspjöld og töflutúss.

Framkvæmd

Kennnarinn býður einu barni í einu að koma og sýnir því orðaspjald eða orð sem hann skrifaði á skrifspjald án þess að hinir nemendur sjái. Nemandinn á að hoppa eða færa sig á milla stafa á stafadúknum og hinir nemendur að finna út hvað orðið er.

Kennarinn

Hljóðar hátt og snjallt orðið um leið og nemandinn hoppar. Hægt er að hoppa eða klappa samstöfur i orðinu með öllum nemendum.

Hver nemandi getur verið með skrifspjald og skrifað orðið sem nemandinn var að hoppa. Kennarinn getur beðið nemandann sem er að hoppa á milli stafa að stoppa á hverjum staf svo að hinir fái tíma til að skrifa stafinn.

Myndir