Spilaleikur, bingó með orði og mynd

Með september 20, 2018
Námsmarkmið

Tengja saman orð við mynd, lestur.

Áhöld

Leikhringir og bingóspjöld með orðum og myndum sem passa saman sbr. Spjöld á www.leikuradlaera.is

Undirbúningur

Stórum leikhringjum sem notaðir eru sem vinnusvæði barna er dreift um svæðið annað hvort i hring eða tvær línur. Einn nemandi vinnur í hverjum hring. Miðar með orðum eru settir í leikhring í miðjuna, jafn langt frá vinnusvæðum allra nemenda. Bingóspjöld með myndum sem passa við orðin eru lögð i leikhringina hjá nemendum. Hver nemandi með eitt spjald.

Framkvæmd

Nemendur nota ákveðna ferðamáta til að ná í miðana með orðunum í miðjuna. Einn miða í einu. Nota sama ferðamáta og fara með hann til baka og prófa hvort að hann passi við mynd á bingóspjaldinu í leikhringnum. Ef orðið passar við mynd á bingóspjaldinu fer nemandinn tómhentur til baka og nær í nýjan miða með nýju orði. Ef orðið passar ekki við neina mynd þá fer nemandinn með orðið til baka, skilar því og nær í nýjan miða með nýju orði.

Afbrigði

Þegar allir nemendur hafa fundið orð sem passa á allar myndirnar á bingóspjaldinu þá skila þeir miðunum með orðunum aftur í miðjuna. Skilja bingóspjaldið eftir og færa sig á næsta vinnusvæði sem er með nýju bingóspjaldi með nýjum myndum.

Skriflegt verkefni sem á við verkefnið.

Nemendur skrifa orðin sem verið er að æfa. Ef spjöldin eru plöstuð þá er hægt að láta nemendur skrifa ofan í orðin með töflutússi. Einnig er hægt að láta þau fá skrifspjöld til að skrifa orðin á.

Myndir