Spilaleikur, hástafur og lágstafur

Með september 20, 2018
Námsmarkmið

Tengja saman hástaf og lágstaf.

Áhöld

Leikhringir og stafir.

Undirbúningur

Stórum leikhringjum sem notaðir eru sem vinnusvæði barna er dreift um svæðið annað hvort i hring eða tvær línur. Bókstafir eru settir í miðjuna.

Framkvæmd

a) Kennarinn lyfir upp staf hástaf eða lágstaf. Nemendur ferðast að bókstöfunum í miðjunni og ná í öfugan staf miðað við þann sem kennarinn lyftir upp. Það er hástaf ef kennarinn sýnir lágstaf og lágstaf ef kennarinn sýnir hástaf.

b) Kennarinn segir hljóð á staf. Nemendur eiga að ferðast að bókstöfunum í miðjunni og ná í hástaf og lágstaf sem á það hljóð.

c) Kennarinn segir orð. Nemendur eiga að ferðast að bókstöfunum í miðjunni og ná í hástaf og lágstaf sem orðið byrjar á.

Skriflegt verkefni sem á við verkefnið.

Nemendur fá skrifspjöld og æfa sig að skrifa stafina sem þeir hafa verið að safna.

Myndir