Spilaleikur, skrifum orð, staf fyrir staf

Með september 20, 2018
Námsmarkmið

Tengja saman hljóð, hljóðatenging.

Áhöld

Leikhringir, orðaspjöld, skrifspjöld, töflutússar og stafir.

Undirbúningur

Stórum leikhringjum sem notaðir eru sem vinnusvæði barna er dreift um svæðið annað hvort i hring eða tvær línur. Einn nemandi fer í hvern leikhring. Stafir eru settir í leikhring eða fötu í miðjuna, jafn langt frá vinnusvæðum allra nemenda.

Framkvæmd

Kennarinn ætlar að æfa nemendur í að skrifa orðið S Ó L.

Hann segir við nemendur: „Nú ætlum við að æfa okkur í að skrifa orðið SÓL og bara ná í einn staf í einu”. Síðan lyftir hann upp spjaldinu segir hægt og skýrt S Ó L og heldur um leið yfir Ó L. Þeir nemendur sem þekkja hljóðin í orðinu SÓL fara strax og ná í S. Hinir geta kíkt á spjaldið hjá kennaranum. Þegar allir eru komnir með S segir kennarinn: „Þá skulum við ná í næsta hljóð í orðinu SÓL” og nú ýkir hann Ó. Sumir nemendur fara strax og ná í Ó á meðan aðrir þurfa að líta á spjaldið hjá kennaranum sem heldur yfir L.

Þegar allir eru komnir með S og Ó segir kennarinn: „Þá skulum við ná í aftasta hljóðið/stafinn í orðinu SÓL”. Sumir nemendur fara strax og ná í L á meðan aðrir þurfa að líta á spjaldið hjá kennaranum sem sýnir hvernig allt orðið SÓL er skrifað.

Skriflegt verkefni sem á við verkefnið.

Nemendur skrifa orðið sól á skrifspjaldið hjá sér.

Paraverkefni: Annar nemandinn skrifar staf á spjaldið hjá sér og hinn á að ná í stafinn og svo skipta þeir. Ef færni nemenda leyfir þá skrifa nemendur einföld orð á skrifspjaldið og hinn nær í stafina í orðinu.

Myndir