Týnda hljóðið – Foreldraverkefni

Með september 25, 2018
Námsmarkmið

Nemendur æfi sig í að finna hvaða hljóð vantar. (Einangra hljóð)

Áhöld

Bókstafir, leikhringir.

Framkvæmd

Unnið er með lykilorð sem verið er að vinna með t.d. M Ú S.

Kennarinn prentar út orðaspjöld sem vantar í hljóð á ólíkum stöðum. T.d. _ Ú S, M _ S, M Ú _ og leggur þau í box.

Í hæfilegri fjarlægð frá boxinu leggur hann leikhringi með þeim stöfum sem orðið sem unnið er með inniheldur. T.d. M Ú S.

Nemendur draga orðaspjald, finna út hvaða hljóð vantar, nota ákveðna ferðamáta og ferðast með það og leggja í leikhring sem inniheldur þann staf sem vantar í orðið á orðaspjaldinu.

Myndir