Leikur að læra-kennarar
Leikur að læra kennarar er samfélag kennara sem eiga það sameiginlegt að hafa farið á Leikur að læra námskeið og elska að kenna nemendum sínum í gegnum leik og hreyfingu. LAL kennarar hafa ólíka reynslu af vinnu með börnum, sumir þeirra hafa kennt í mörg ár, á meðan aðrir eru að stíga sín fyrstu skref í vinnu með börnum. Öll eiga þau það sameiginlegt að sjá gleðina, árangurinn og fjölbreytileikann í því að nota kennsluaðferðina.
LAL gefur kennurum frelsi til að útfæra og búa til nýja leiki með nemendum eða að fara nákvæmlega eftir leikjum. Í æfingabankanum á innri vef www.leikuradlaera.is eru skemmtilegar hugmyndir frá LAL kennurum.
Það er mikilvægt að skiptast á hugmyndum, gamall leikur eða hugmynd fyrir þér er ný og spennandi fyrir næsta!
Vilt þú verða hluti að LAL samfélaginu? Þín hugmynd skiptir máli!