
Leik- og grunnskólinn á Grenivík hafa tekið höndum saman og ætla að kynna sér kennsluaðferðir Leikur að læra. Laugardaginn 13. október verður haldið sameiginlegt námskeið fyrir kennara og starfsfólk á báðum skólastigum frá klukkan 9 til 15. Sannkallaður Leikur að læra dagur í Eyjafirðinum!