Leikur að læra býður leik og grunnskólum, hérlendis og erlendis upp á námskeið á netinu! Námskeiðin eru sérsniðin að þörfum hvers og eins skóla varðandi lengd og efni námskeiðsins. Þátttakendur taka virkan þátt á námskeiðinu, fá hugmyndir og vinna verkefni sem nýtast strax í starfi með börnum. Námskeiðin eru bókleg og verkleg og mikið lagt uppúr samvinnu teyma. Er vefnámskeið eitthvað sem hentar þínum skóla?
Grunnnámskeið Leikur að læra verður haldið þriðjudaginn 5. nóvember 2019.
Á námskeiðinu er kennt hvernig hægt er að samþætta leiki og hreyfingu við bóklegt nám barna á einfaldan hátt. Námskeiðið er einstaklega hagnýtt og auðvelt að nýta sér hugmyndir strax að námskeiði loknu.
Hvar: Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands, Engjavegi 6.
Hvenær: Þriðjudaginn 5. nóvember kl.8.30 – 12:00
Verð: 9500.-
Skráning og nánari upplýsingar: kristin@lal.is, sími 8990768.
Fjórða árið í röð verður Leikur að læra dagurinn haldinn fróðlegur og hátíðlegur! Þetta árið er áherslan lögð á útikennslu og ætluð öllum kennurum og starfsfólki 2-10 ára barna. Dagurinn er blanda af ráðstefnu og námskeiði þar sem allir geta sótt spennandi örnámskeið og málstofur við hæfi og áhuga. Viðburðurinn verður haldinn í yndislegu umhverfi Garðyrkjuskólans í Hveragerði þar sem notaleg inni og útisvæði skólans verða nýtt á skemmtilegan og spennandi hátt!! Innlendir og erlendir kennarar fræða okkur um útinám barna í gegnum leik og hreyfingu sem verður speglað í umhverfisvernd, endurvinnslu, núvitund og fleira. Alltaf með snertifleti við námsmarkmið þarfir nemenda og Aðalnámskrár. Ráðstefnan er ætluð öllum kennurum 2 – 10 ára barna og starfsfólki skóla.
Nánari dagskrá verður auglýst síðar. Ráðstefnan verður frá klukkan 10:00 til 15:00.
Upplagt fyrir skemmtilegan starfs- og endurmenntunardag fyrir skóla!
Sjá nánar á: https://leikuradlaera.is/radstefna-2/
Kennum börnum í gegnum leik, hreyfingu og skynjun – ÚTI!
Miðvikudaginn 27.febrúar 2019 kl. 8:30 – 12:00 verður næsta Leikur að læra grunnnámskeið fyrir leikskóla.
Á námskeiðinu er farið í gegnum grunnhugmyndir Leikur að læra um það hvernig hægt er að samþætta leiki og hreyfingu við bóklegt nám barna á einfaldan hátt. Það er eðli barna að leika og hreyfa sig og mikilvægt að nýta sér það markviss í námi ungra barna. Námskeiðið er einstaklega hagnýtt og auðvelt að nýta sér hugmyndir strax að námskeiði loknu. Námskeiðið er sérsniðið að leikskólastarfsfólki.
Námskeiðið er hugsað fyrir allt starfsfólk sem vinnur með börnum og verður haldið í Síðumúla 29.
Skráning og nánari upplýsingar: Sími 8990768, Kristín
Í samvinnu við Smartenglish School í Alicante er býður Leikur að læra (Play To Learn More) upp á Erasmus námsskeið fyrir evrópska kennara. Þetta verkefni heitir Smart Teachers Play More! Þrjú námskeið eru haldin á Íslandi í vetur og tvö á Alicante, Spáni. Það er gaman að kynnast ólíkum menningarheimum og heyra um verkefni sem evrópskir kennarar eru að vinna. Einnig er þetta er frábært tækifæri til að kynna Play To Learn More fyrir erlendum kennurum og margir þeirra hafa áhuga á að boða fagnaðarerindið í sínu heimalandi! Hérna er kynningarmyndband um þetta skemmtilega verkefni.
Stærðfræði er stuð!
Föstudaginn 19.október kl.12:30 – 16:45 verður Leikur að læra ráðstefnan haldin í þriðja sinn og nú í Háaleitisskóla, Ásbrú, Reykjanesbæ. Ráðstefna fyrir kennara og starfsfólk í leikskólum. Faglegar og hagnýtar málstofur þar sem kynntir verða leikir og aðferðir til að kenna leikskólabörnum stærðfræði í gegnum, leik, hreyfingu og skynjun! Verð. 7900.- Veitingar innifaldar. Skráning: kristin@lal.is–
Hlökkum til að sjá þig!
Recent Comments