Kennsluaðferðin Leikur að læra er byggð á íþróttalegum grunni og tekur uppbygging kennslustunda í Leikur að læra einnig mið af því. Það er sama hvort að það sé handboltaæfing hjá 7.flokki, æfing hjá fótboltalandsliðinu eða eróbikktími hjá Magga Schewing(hver man ekki eftir því!) þá er uppbyggingin alltaf sú sama, upphitun, aðalþáttur og teygjur og slökun.
Hjá Leikur að læra kallast þessi uppbygging hópleikur, einstaklingsleikur og slökun og snerting. Frjálsum leik með kennslugögn er þar að auki bætt inn í kennslustundina, sem einnig er oft gert í íþróttum hjá yngstu kynslóðinni.
Að sjálfsögðu er alltaf hægt að nota staka Leikur að læra leiki hvar sem þar sem það hentar en reynslan hefur sýnt það að til þess að ná sem bestum árangri með kennsluaðferðinni þá hentar þessi uppbygging mjög vel sé hún notuð markvisst.
Tilgangurinn er tvíþættur: annars vegar að ná til ólíkra og fjölbreyttra þarfa nemendahópsins og hins vegar að höfða til mismunandi skynfæra hvers nemenda með ólíkum verkefnum. Þessi uppbygging eykur úthald nemenda sem geta unnið lengur með sama námsþáttinn í gegnum mismunandi skynfæri og ólíkar upplifanir.
Myndbandið um Uppbyggingu tíma er á ensku, það er vel stutt með skýringarmyndum.
Góða skemmtun.
Recent Comments