Undanfarin ár hefur Leikur að læra lagt áherslu á ákveðna þætti í skólastarfi. Skólaárið 2020 – 2021 mun athyglinni verða beint að félagsfærni! Kennsluaðferðin býður upp á óteljandi möguleika í kennslu og þjálfun á ólíkum þáttum í félagsfærni hjá börnum. Eins og við segjum þá er Leikur að læra -ein með öllu!! Börn fá að upplifa alla þætti leikskólastarfsins í gegnum leik og hreyfingu! Vilt þú fá að vita meira? Hafðu samband og fáðu 90 mínútna námskeið í þinn skóla.
Nú eru margir foreldrar heima með börnunum sínum. Leikur að læra ætlar að koma með skemmtilegar hugmyndir af því hvað við getum gert með þeim til að stytta okkur stundir og lært í leiðinni! Við höfum fengið til liðs við okkur Berglindi Ýr dansara og LAL kennara til að gera Leikur að læra leiki og þrautir með syni sínum. Fylgið okkur á Facebook eða Instagram. Gaman væri ef þið sýnið okkur hvað þið eruð að gera heima með því að tagga okkur @leikuradlaera. Góða skemmtun.
Recent Comments