Í lok mars fóru nokkrir kennarar af Leikur að læra leikskólanum Reykjakoti til Riga á ráðstefnuna Responsible lifestyle á vegum Nordplus. Reykjakot hefur verið þáttakandi í þessu verkefni og hefur það gefið þeim tækifæri til að skoða ákveðna þætti í lífi og starfi. Þau voru með fyrirlestur um Ábyrga líðan(Responsible wellbeing) sem Þórunn Ósk leikskólastjóri flutti og kennarar Reykjakots stýrðu Leikur að læra vinnustofu sem var streymt beint á netinu! Á ráðstefnunni voru í kringum 200 kennarar og starfsfólk CreaKids frá Noregi og Lettlandi.
Recent Comments