Í samvinnu við Smartenglish School í Alicante er býður Leikur að læra (Play To Learn More) upp á Erasmus námsskeið fyrir evrópska kennara. Þetta verkefni heitir Smart Teachers Play More! Þrjú námskeið eru haldin á Íslandi í vetur og tvö á Alicante, Spáni. Það er gaman að kynnast ólíkum menningarheimum og heyra um verkefni sem evrópskir kennarar eru að vinna. Einnig er þetta er frábært tækifæri til að kynna Play To Learn More fyrir erlendum kennurum og margir þeirra hafa áhuga á að boða fagnaðarerindið í sínu heimalandi! Hérna er kynningarmyndband um þetta skemmtilega verkefni.
Leikur að læra er stolt af því að kynna LAL- kennara. Kennarar sem hafa áhuga á því að kenna í gegnum leik og hreyfingu, deila hugmyndum með íslenskum og erlendum kennurum geta orðið LAL kennarar. Skilyrði er að hafa lokið grunnnámskeiði Leikur að læra og unnið með efnið í nokkra stund. Eins og við segjum þá er ekki hægt að gera vitleysu í Leikur að læra svo lengi sem kennarinn er með ákveðið námsmarkmið í huga og þvi er blandað saman við leik og hreyfingu.
Fyrstu Leikur að læra kennararnir sem við kynnum til leiks eru Jón Arnar og Rakel frá leikskólanum Austurborg. Þau ætla að kenna okkur leik sem þau nota mikið með sínum nemendum til að þjálfa tölur, talningu og fleira. Hann byggir á skemmtilega Snákaspilunu sem við þekkjum betur sem borðspil. Góða skemmtun og njótið!
Flestir kennarar þekkja stöðvavinnu annaðhvort úr skólastarfinu eða úr ræktinni! Stöðvavinna gengur út á það að vinna í ákveðinn tíma að verkefni á einni stöð og skipta svo yfir á þá næstu þegar ákveðinn tími er liðinn.
Stöðvar hentar mjög vel í Leikur að læra í litlum og stórum rýmum. Hérna má sjá hvernig stærðfræðistöðvar eru útfærðar í skólastofu með 20 nemendum í 2.bekk í Fossvogsskóla. Hver hópur vinnur 5 til 8 mínútur á hverri stöð. Allir nemendurnir eru virkir í tímanum og hafa frelsi til að útfæra hreyfingar eftir fyrirmælum eða eigin höfði.
Á meðlimasíðu Leikur að læra eru hugmyndir af stöðvum í íslensku og stærðfræði fyrir 4ra til 10 ára nemendur. Stöðvarnar eru studdar með skjölum til að prenta út ef þess þarf.
Látum leikinn vera í fyrirrúmi í kennslunni!
Recent Comments