Hlín Hilmarsdóttir gerði meistaraverkefni sitt til M.Ed-gráðu frá HÍ. Hún gerði rannsókn á samþættingu hreyfingar og stærðfræði með aðferðarfræði Leikur að læra. Tveir hópar 4ra og 5 ára nemenda fengur kennslu í hreyfingu og stærðfræði þar sem dæmigerð LAL uppbygging var notuð í 12 kennslustundunum yfir 6 vikur.
Niðurstöðurnar benda m.a. til þess að nemendurnir hafi bæði tekið líkamlegum og vitsmunalegum framförum á einungis 6 vikum auk þess sem aðferðin jók úthald nemenda og kom til móts við einstaklingsbundnar þarfir bæði líkamlegar og vitsmunalegar.
Við óskum Hlín innilega til hamingju með áhugavert verkefni.