Skip to main content

Útinám er leikur einn!

Með október 23, 2019Fréttir og fræðsla

Föstudaginn 11. október var Leikur að læra ráðstefnan haldin í fjórða sinn. Að þessu sinni var áhersla lögð á útinám og heiti ráðstefnunnar var Útinám er leikur einn! Rúmlega 400 kennarar tóku þátt í 16 vinnustofum í yndislegu umhverfi Garðyrkjuskólans að Reykjum í Hveragerði. Ævintýralegt umhverfi, faglegar vinnustofur og frábærir þátttakendur gerðu daginn heldur betur eftirminnilegan. Hægt var að velja um vinnustofur á borð við; Náttúrustígur, Skýli og skjól, Hreyfing og jóga, Fjölbreyttar útistöðvar, Skógurinn og blandaður aldur, Útinám þarf ekki að kosta mikið, Útikennslubakpokinn, Outdoor journey, Núvitund með börnum, Færni til framtíðar, Útikennslustöðvar á leikskólalóðinni, Tálgun, Hvernig vaxa plöntur og Leikur að læra.  Það er greinilega mikill áhugi á ráðstefnu um útinám og við munum örugglega standa fyrir slíkri ráðstefnu aftur. Við viljum þakka nemendum í 10. bekk í Grunnskóla Hveragerðis fyrir frábæra aðstoð við að vísa þátttakendum á veginn.

Leikur að læra þakkar öllum sem komu á ráðstefnuna fyrir skemmtilegan dag😊

 

Umsjón persónuverndarvalkosta

Afar Nauð

Vafrakökur eru nauðsynlegar til að vefsetrið starfi eðlilega.

-

Synleg Frammistöðu

Vafrakökurnar eru notaðar til að fylgjast með notendasamskiptum og skynja þegar hugsanleg vandkvæði koma upp. Þær hjálpa okkur að bæta þjónustu okkar með því að láta í té greiningargögn um hvernig notendur nota þetta vefsetur.

_ga, _gali, _gat, _gid

Markaðssetning

Notaðu vafrakökur til að nýta þér markaðssetningarreynslu þína til hins ýtrasta og lesa veraldarvefinn. Allar fyrirætlanir eru að mestu leyti viðeigandi fyrir hvern einstakling og eru jafnframt viðeigandi valkostir fyrir hvern ritstjóra vefseturs og aðra.

_