Skip to main content

Leikur að læra kennarar!

Með janúar 10, 2019Fréttir og fræðsla

Leikur að læra er stolt af því að kynna LAL- kennara. Kennarar sem hafa áhuga á því að kenna í gegnum leik og hreyfingu, deila hugmyndum með íslenskum og erlendum kennurum geta orðið LAL kennarar. Skilyrði er að hafa lokið grunnnámskeiði Leikur að læra og unnið með efnið í nokkra stund. Eins og við segjum þá er ekki hægt að gera vitleysu í Leikur að læra svo lengi sem kennarinn er með ákveðið námsmarkmið í huga og þvi er blandað saman við leik og hreyfingu.

Fyrstu Leikur að læra kennararnir sem við kynnum til leiks eru Jón Arnar og Rakel frá leikskólanum Austurborg. Þau ætla að kenna okkur leik sem þau nota mikið með sínum nemendum til að þjálfa tölur, talningu og fleira. Hann byggir á skemmtilega Snákaspilunu sem við þekkjum betur sem borðspil. Góða skemmtun og njótið!