Skip to main content

Lífshlaupið og Leikur að læra!

Með febrúar 4, 2019Fréttir og fræðsla

Lífshlaupið – orku- og hvatningarverkefni ÍSÍ er hafið!

Eins og segir á vef ÍSÍ þá er markmiðið með verkefninu er að hvetja almenning til daglegrar hreyfingar. Hluti af því að bæta heilsu og vellíðan er að hreyfa sig reglulega. Leikur að læra leggur mikið upp úr því að þeir sem nýti sér kennsluaðferðina séu vakandi fyrir þeim tækifærum sem skapast til að hlúa að eigin heilsu í starfi með börnum.  Við höfum útbúið bæði veggspjald og myndband til að hvetja fólk áfram!

Hlúum að eigin heilsu í leik og starfi! Góða skemmtun.