Miðvikudaginn 27.febrúar 2019 kl. 8:30 – 12:00 verður næsta Leikur að læra grunnnámskeið fyrir leikskóla.
Á námskeiðinu er farið í gegnum grunnhugmyndir Leikur að læra um það hvernig hægt er að samþætta leiki og hreyfingu við bóklegt nám barna á einfaldan hátt. Það er eðli barna að leika og hreyfa sig og mikilvægt að nýta sér það markviss í námi ungra barna. Námskeiðið er einstaklega hagnýtt og auðvelt að nýta sér hugmyndir strax að námskeiði loknu. Námskeiðið er sérsniðið að leikskólastarfsfólki.
Námskeiðið er hugsað fyrir allt starfsfólk sem vinnur með börnum og verður haldið í Síðumúla 29.
Skráning og nánari upplýsingar: Sími 8990768, Kristín