Námsmarkmið
Æfa rím.
Áhöld
Leikhringir, rímmyndapör eða rímorðapör.
Létt rím hástafir, Létt rím lástafir, Erfiðara rím hástafir, Erfiðara rím lágstafir
Undirbúningur
Stórum leikhringjum dreift um svæðið og önnur rímmyndin er lögð inn í hring, ein mynd í hvern hring. Kennarinn heldur á hinni myndinni.
Framkvæmd
Í okkar dæmi er mynd af húsi í hringnum og kennarinn er með mynd af mús.
LESTIN: Dæmi um hreyfingar sem hæfa er að klappa samstöfur í orðinu sem kennarinn heldur á í hendinni.
FRJÓSA:
FYRIRMÆLI OG FARA AÐ HRING: Dæmi um fyrirmæli sem hæfa markmiðum leiksins: Kennarinn sýnir nemendum myndina eða orðið sem hann heldur á í hendinni sem í okkar dæmi er mús og segir til dæmis: ,,Hvaða orð rímar við mús?’’ eða ,,Í hvaða hring er mynd af orði sem rímar við mús?’’ Nemendur fara að leikhringnum með mynd af húsi.
KENNSLA: Kennslu sem hæfir markmiðum leiksins. Kennarinn leggur myndina af músinni niður við hliðina á myndina af húsinu og segir: „Nú skulum við slá með annarri hendinni á hringinn atkvæðin í orðunum.“ Gott að ræða um það hvað það eru mörg atkvæði og að það séu alltaf jafnmörg atkvæði í rímorðum. Kennarinn skilur rímmyndirnar eftir hlið við hlið í hringnum.