Skip to main content

Rím í krók

Með
Námsmarkmið

Þjálfa nemendur í rími.

Áhöld

Rímmyndir sem hægt er að finna á:

[Létt rím, hástafir]  [Létt rím, lágstafir]

Undirbúningur

Kennarinn fjölfaldar og klippir út myndir og leggur þær í miðjuna annaðhvort í hring eða í fötu. Mjög gott að það séu margar myndir af sama ríminu.

Framkvæmd

Nemendur eiga að draga sér eina mynd eða að kennarinn lætur hvern nemanda fá eina mynd. Hann segir svo t.d. „Þeir sem eru með orð sem rímar við mús eiga að standa upp‟. Eða að þeir nemendur sem eru t.d. með mynd af húsi eiga að standa upp, gera eitthverja hreyfingu eða jafnvel skipta um pláss og nota til þess ákveðinn ferðamáta. Svona heldur leikurinn áfram þar til allir nemendur hafa fengið að gera hreyfingu, skipta um pláss o.s.frv.

Kennarinn

Mikilvægt að vera aðeins búinn að kynna rím fyrir nemendum. Sýna t.d. nemendum myndirnar sem ríma saman eða syngja lag með góðu rími og ýkja rímorðin (klappa rímorð, rímorð eru alltaf með sama atkvæðafjölda).

Spilaleikur, rímbingó

Með
Námsmarkmið

Tengja saman orð og orð sem ríma eða mynd og mynd sem ríma. Dæmi: Hestur og prestur.

Áhöld

Leikhringir og bingóspjöld með orðum og myndum sem ríma sbr. spjöld á www.leikuradlaera.is

[Létt rím, hástafir]  [Létt rím, lágstafir] [Erfiðara rím hástafir] [Erfiðara rím lágstafir]

Undirbúningur

Stórum leikhringjum sem notaðir eru sem vinnusvæði barna er dreift um svæðið annað hvort i hring eða tvær línur. Einn nemandi vinnur í hverjum hring Miðar með orðum eða myndum sem ríma eru settir í miðjuna, jafn langt frá vinnusvæðum allra nemenda. Bingóspjöld eru lögð i leikhringina hjá nemendum. Hver nemandi með eitt spjald.

Framkvæmd

Nemendur nota ákveðna ferðamáta til að ná í miðana með orðunum eða myndum í miðjuna. Einn miða í einu. Nota sama ferðamáta og fara með hann til baka og prófa hvort að hann passi við mynd eða orð á bingóspjaldinu í leikhringnum/vinnusvæðinu. Ef orðið eða myndin rímar við mynd áeða orð á bingóspjaldinu fer nemandinn tómhentur til baka og nær í nýjan miða með nýju orði eða mynd. Ef orðið eða myndin passar ekki við neitt þá fer nemandinn með orðið eða myndina til baka, skilar því og nær í nýjan miða með nýju orði eða mynd.

Afbrigði

Þegar allir nemendur hafa fyllt út bingóspjaldið þá skila þeir miðunum með orðunum aftur í miðjuna. Skilja bingóspjaldið eftir og færa sig á næsta vinnusvæði sem er með nýju bingóspjaldi með nýjum myndum.

Skriflegt verkefni sem á við verkefnið.

Nemendur skrifa rímorðin sem verið er að æfa. Ef spjöldin eru plöstuð þá er hægt að láta nemendur skrifa ofan í orðin með töflutússi. Einnig er hægt að láta þau fá skrifspjöld til að skrifa orðin á.

Húsaleikur, rím

Með
Námsmarkmið

Æfa rím.

Áhöld

Leikhringir, rímmyndapör eða rímorðapör.

Létt rím hástafir, Létt rím lástafir, Erfiðara rím hástafir, Erfiðara rím lágstafir

Undirbúningur

Stórum leikhringjum dreift um svæðið og önnur rímmyndin er lögð inn í hring, ein mynd í hvern hring. Kennarinn heldur á hinni myndinni.

Framkvæmd

Í okkar dæmi er mynd af húsi í hringnum og kennarinn er með mynd af mús.

LESTIN: Dæmi um hreyfingar sem hæfa er að klappa samstöfur í orðinu sem kennarinn heldur á í hendinni.

FRJÓSA: 

FYRIRMÆLI OG FARA AÐ HRING: Dæmi um fyrirmæli sem hæfa markmiðum leiksins: Kennarinn sýnir nemendum myndina eða orðið sem hann heldur á í hendinni sem í okkar dæmi er mús og segir til dæmis: ,,Hvaða orð rímar við mús?’’ eða ,,Í hvaða hring er mynd af orði sem rímar við mús?’’ Nemendur fara að leikhringnum með mynd af húsi.

KENNSLA: Kennslu sem hæfir markmiðum leiksins. Kennarinn leggur myndina af músinni niður við hliðina á myndina af húsinu og segir: „Nú skulum við slá með annarri hendinni á hringinn atkvæðin í orðunum.“ Gott að ræða um það hvað það eru mörg atkvæði og að það séu alltaf jafnmörg atkvæði í rímorðum. Kennarinn skilur rímmyndirnar eftir hlið við hlið í hringnum.

Umsjón persónuverndarvalkosta

Afar Nauð

Vafrakökur eru nauðsynlegar til að vefsetrið starfi eðlilega.

-

Synleg Frammistöðu

Vafrakökurnar eru notaðar til að fylgjast með notendasamskiptum og skynja þegar hugsanleg vandkvæði koma upp. Þær hjálpa okkur að bæta þjónustu okkar með því að láta í té greiningargögn um hvernig notendur nota þetta vefsetur.

_ga, _gali, _gat, _gid

Markaðssetning

Notaðu vafrakökur til að nýta þér markaðssetningarreynslu þína til hins ýtrasta og lesa veraldarvefinn. Allar fyrirætlanir eru að mestu leyti viðeigandi fyrir hvern einstakling og eru jafnframt viðeigandi valkostir fyrir hvern ritstjóra vefseturs og aðra.

_