Skip to main content

Útikennsluráðstefna – námskeið! 11.október 2019!

Með mars 4, 2019Viðburðir

Fjórða árið í röð verður Leikur að læra dagurinn haldinn fróðlegur og  hátíðlegur! Þetta árið er áherslan lögð á útikennslu og ætluð öllum kennurum og starfsfólki 2-10 ára barna. Dagurinn er blanda af ráðstefnu og námskeiði þar sem allir geta sótt spennandi örnámskeið og málstofur við hæfi og áhuga.  Viðburðurinn verður haldinn í yndislegu umhverfi  Garðyrkjuskólans í Hveragerði þar sem notaleg inni og útisvæði skólans verða nýtt á skemmtilegan og spennandi hátt!!  Innlendir og erlendir kennarar fræða okkur um  útinám barna í gegnum leik og hreyfingu  sem verður speglað í umhverfisvernd, endurvinnslu, núvitund og fleira. Alltaf með snertifleti við námsmarkmið þarfir nemenda og Aðalnámskrár. Ráðstefnan er ætluð öllum kennurum 2 – 10 ára barna og starfsfólki skóla.
Nánari dagskrá verður auglýst síðar. Ráðstefnan verður frá klukkan 10:00 til 15:00.

Upplagt fyrir skemmtilegan starfs- og endurmenntunardag fyrir skóla!

Sjá nánar á: https://leikuradlaera.is/radstefna-2/

Kennum börnum í gegnum leik, hreyfingu  og skynjun – ÚTI!