Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

október 2018

Leikur að læra á Grenivík!

Með Viðburðir

Leik- og grunnskólinn á Grenivík hafa tekið höndum saman og ætla að  kynna sér kennsluaðferðir Leikur að læra.  Laugardaginn 13. október verður haldið sameiginlegt námskeið fyrir kennara og starfsfólk á báðum skólastigum frá klukkan 9 til 15. Sannkallaður Leikur að læra dagur í Eyjafirðinum!

 

Erasmus námskeið á Íslandi

Með Fréttir og fræðsla

 

Smart Teachers Play More (STPM) er skemmtilegt samstarf Leikur að læra og Smartenglish, Alicante.  STPM bjóða upp á námskeið sem styrkt eru af Erasmus fyrir yngri barna kennara í Evrópu. Fyrsta námskeiðið á Íslandi verður haldið í nóvember og undirbúningur í fullum gangi. Nú þegar hafa verið haldin námskeið í Alicante. Mikill áhugi er fyrir Leikur að læra e. Play To Learn More og á þessu ári munu yfir 100 erlendir kennarar sækja námskeið STPM.

Ráðstefna 19.október. Stærðfræði er stuð!

Með Viðburðir

Dagskrá Stærðfræði er stuð!

Stærðfræði er stuð!
Föstudaginn 19.október kl.12:30 – 16:45  verður Leikur að læra ráðstefnan haldin í þriðja sinn og nú í Háaleitisskóla, Ásbrú, Reykjanesbæ. Ráðstefna fyrir kennara og starfsfólk í leikskólum. Faglegar og hagnýtar málstofur þar sem  kynntir verða leikir og aðferðir til að kenna leikskólabörnum stærðfræði í gegnum, leik, hreyfingu og skynjun! Verð. 7900.- Veitingar innifaldar. Skráning: kristin@lal.is

Hlökkum til að sjá þig!