Skip to main content
All Posts By

kristin

Meistaraverkefni – rannsókn á LAL!

Með Fréttir og fræðsla

Hlín Hilmarsdóttir gerði meistaraverkefni sitt til M.Ed-gráðu frá HÍ. Hún gerði rannsókn á samþættingu hreyfingar og stærðfræði með aðferðarfræði Leikur að læra. Tveir hópar 4ra og 5 ára nemenda fengur kennslu í hreyfingu og stærðfræði þar sem dæmigerð LAL uppbygging var notuð í 12 kennslustundunum yfir 6 vikur.
Niðurstöðurnar benda m.a. til þess að nemendurnir hafi bæði tekið líkamlegum og vitsmunalegum framförum á einungis 6 vikum auk þess sem aðferðin jók úthald nemenda og kom til móts við einstaklingsbundnar þarfir bæði líkamlegar og vitsmunalegar.
Við óskum Hlín innilega til hamingju með áhugavert verkefni.

Reykjakot kynnti Leikur að læra á ráðstefnu í Riga!

Með Fréttir og fræðsla

Í lok mars fóru nokkrir kennarar af Leikur að læra leikskólanum Reykjakoti  til Riga á ráðstefnuna Responsible lifestyle á vegum Nordplus. Reykjakot hefur verið þáttakandi í þessu verkefni og hefur það gefið þeim tækifæri til að skoða ákveðna þætti í lífi og starfi.  Þau voru með fyrirlestur um Ábyrga líðan(Responsible wellbeing) sem Þórunn Ósk leikskólastjóri flutti og  kennarar Reykjakots stýrðu Leikur að læra vinnustofu sem var streymt beint á netinu!  Á ráðstefnunni voru í kringum 200 kennarar og starfsfólk  CreaKids frá Noregi og Lettlandi.

Þrautabrautir í litlu rými!

Með Fréttir og fræðsla

Pláss eða plássleysi er aldrei afsökun fyrir því að leyfa nemendum ekki að njóta þess að  læra í gegnum leik og hreyfingu!  Ertu með hressa og orkumikla nemendur sem þurfa sitt rými?? Þá er þrautabraut örugglega góður kostur. Á Leikur að læra leikskólanum Gimli, Reykjanesbæ eru þau snillingar í að útbúa brautir þar sem allir eru virkir í námi og leik. Voru að setja inn fræðslu um þrautabrautir á innri vefinn okkar. Njótið vel!

Útikennsluráðstefna – námskeið! 11.október 2019!

Með Viðburðir

Fjórða árið í röð verður Leikur að læra dagurinn haldinn fróðlegur og  hátíðlegur! Þetta árið er áherslan lögð á útikennslu og ætluð öllum kennurum og starfsfólki 2-10 ára barna. Dagurinn er blanda af ráðstefnu og námskeiði þar sem allir geta sótt spennandi örnámskeið og málstofur við hæfi og áhuga.  Viðburðurinn verður haldinn í yndislegu umhverfi  Garðyrkjuskólans í Hveragerði þar sem notaleg inni og útisvæði skólans verða nýtt á skemmtilegan og spennandi hátt!!  Innlendir og erlendir kennarar fræða okkur um  útinám barna í gegnum leik og hreyfingu  sem verður speglað í umhverfisvernd, endurvinnslu, núvitund og fleira. Alltaf með snertifleti við námsmarkmið þarfir nemenda og Aðalnámskrár. Ráðstefnan er ætluð öllum kennurum 2 – 10 ára barna og starfsfólki skóla.
Nánari dagskrá verður auglýst síðar. Ráðstefnan verður frá klukkan 10:00 til 15:00.

Upplagt fyrir skemmtilegan starfs- og endurmenntunardag fyrir skóla!

Sjá nánar á: https://leikuradlaera.is/radstefna-2/

Kennum börnum í gegnum leik, hreyfingu  og skynjun – ÚTI!

 

 

Smart Teachers Play More námskeið í Reykjavík!

Með Fréttir og fræðsla

Síðastliðna viku voru 24 kennarar frá 9 evrópskum löndum stödd á Smart Teachers Play More námskeiði í Reykjavík. STPM er samvinnuverkefni Smart English og Play To Learn More og er liður í Erasmus+.  Þátttakendur fræddust um Leikur að læra og fleiri skapandi kennsluhætti. Mikið var hlegið, leikið og sprellað! Eins og slagorð STPM segir: Inspire to be inspired!

Grunnnámskeið 27.febrúar 2019

Með Viðburðir

Miðvikudaginn 27.febrúar 2019 kl. 8:30 – 12:00 verður næsta Leikur að læra grunnnámskeið fyrir leikskóla.

Á námskeiðinu er farið í gegnum grunnhugmyndir Leikur að læra um það hvernig hægt er að samþætta leiki og hreyfingu við bóklegt nám barna á einfaldan hátt. Það er eðli barna að leika og  hreyfa sig  og mikilvægt að nýta sér það markviss í námi ungra barna. Námskeiðið er einstaklega hagnýtt og auðvelt að nýta sér hugmyndir strax að námskeiði loknu. Námskeiðið er sérsniðið að leikskólastarfsfólki.

Námskeiðið er hugsað fyrir allt starfsfólk sem vinnur með börnum og verður haldið í Síðumúla 29.

Skráning og nánari upplýsingar: Sími 8990768, Kristín

https://leikuradlaera.is/namskeid-og-studningur/

Lífshlaupið og Leikur að læra!

Með Fréttir og fræðsla

Lífshlaupið – orku- og hvatningarverkefni ÍSÍ er hafið!

Eins og segir á vef ÍSÍ þá er markmiðið með verkefninu er að hvetja almenning til daglegrar hreyfingar. Hluti af því að bæta heilsu og vellíðan er að hreyfa sig reglulega. Leikur að læra leggur mikið upp úr því að þeir sem nýti sér kennsluaðferðina séu vakandi fyrir þeim tækifærum sem skapast til að hlúa að eigin heilsu í starfi með börnum.  Við höfum útbúið bæði veggspjald og myndband til að hvetja fólk áfram!

Hlúum að eigin heilsu í leik og starfi! Góða skemmtun.

 

Smart Teachers Play More

Með Viðburðir

Í samvinnu við Smartenglish School í Alicante er býður Leikur að læra (Play To Learn More) upp á Erasmus námsskeið fyrir evrópska kennara. Þetta verkefni heitir Smart Teachers Play More! Þrjú námskeið eru haldin á Íslandi í vetur og tvö á Alicante, Spáni.  Það er gaman að kynnast ólíkum menningarheimum og heyra um verkefni sem evrópskir kennarar eru að vinna. Einnig er þetta er frábært tækifæri til að kynna Play To Learn More fyrir erlendum kennurum og margir þeirra hafa áhuga á að boða fagnaðarerindið í sínu heimalandi! Hérna er kynningarmyndband um þetta skemmtilega verkefni.

Leikur að læra kennarar!

Með Fréttir og fræðsla

Leikur að læra er stolt af því að kynna LAL- kennara. Kennarar sem hafa áhuga á því að kenna í gegnum leik og hreyfingu, deila hugmyndum með íslenskum og erlendum kennurum geta orðið LAL kennarar. Skilyrði er að hafa lokið grunnnámskeiði Leikur að læra og unnið með efnið í nokkra stund. Eins og við segjum þá er ekki hægt að gera vitleysu í Leikur að læra svo lengi sem kennarinn er með ákveðið námsmarkmið í huga og þvi er blandað saman við leik og hreyfingu.

Fyrstu Leikur að læra kennararnir sem við kynnum til leiks eru Jón Arnar og Rakel frá leikskólanum Austurborg. Þau ætla að kenna okkur leik sem þau nota mikið með sínum nemendum til að þjálfa tölur, talningu og fleira. Hann byggir á skemmtilega Snákaspilunu sem við þekkjum betur sem borðspil. Góða skemmtun og njótið!

Stöðvar eru snilld!

Með Fréttir og fræðsla

Flestir kennarar þekkja stöðvavinnu annaðhvort úr skólastarfinu eða úr ræktinni! Stöðvavinna gengur út á það að vinna í ákveðinn tíma að verkefni á einni stöð og skipta svo yfir á þá næstu þegar ákveðinn tími er liðinn.
Stöðvar hentar mjög vel í Leikur að læra í litlum og stórum rýmum. Hérna má sjá hvernig stærðfræðistöðvar eru útfærðar í skólastofu með 20 nemendum í 2.bekk í Fossvogsskóla.  Hver hópur vinnur 5 til 8 mínútur á hverri stöð.  Allir nemendurnir eru virkir í tímanum og hafa frelsi til að útfæra hreyfingar eftir fyrirmælum eða eigin höfði.
Á meðlimasíðu Leikur að læra eru hugmyndir af stöðvum í íslensku og stærðfræði fyrir 4ra til 10 ára nemendur. Stöðvarnar eru studdar með skjölum til að prenta út ef þess þarf.
Látum leikinn vera í fyrirrúmi í kennslunni!