
Flestir kennarar þekkja stöðvavinnu annaðhvort úr skólastarfinu eða úr ræktinni! Stöðvavinna gengur út á það að vinna í ákveðinn tíma að verkefni á einni stöð og skipta svo yfir á þá næstu þegar ákveðinn tími er liðinn.
Stöðvar hentar mjög vel í Leikur að læra í litlum og stórum rýmum. Hérna má sjá hvernig stærðfræðistöðvar eru útfærðar í skólastofu með 20 nemendum í 2.bekk í Fossvogsskóla. Hver hópur vinnur 5 til 8 mínútur á hverri stöð. Allir nemendurnir eru virkir í tímanum og hafa frelsi til að útfæra hreyfingar eftir fyrirmælum eða eigin höfði.
Á meðlimasíðu Leikur að læra eru hugmyndir af stöðvum í íslensku og stærðfræði fyrir 4ra til 10 ára nemendur. Stöðvarnar eru studdar með skjölum til að prenta út ef þess þarf.
Látum leikinn vera í fyrirrúmi í kennslunni!
Recent Comments