Skip to main content
Flokkur

Fréttir og fræðsla

Þrautabrautir í litlu rými!

Með Fréttir og fræðsla

Pláss eða plássleysi er aldrei afsökun fyrir því að leyfa nemendum ekki að njóta þess að  læra í gegnum leik og hreyfingu!  Ertu með hressa og orkumikla nemendur sem þurfa sitt rými?? Þá er þrautabraut örugglega góður kostur. Á Leikur að læra leikskólanum Gimli, Reykjanesbæ eru þau snillingar í að útbúa brautir þar sem allir eru virkir í námi og leik. Voru að setja inn fræðslu um þrautabrautir á innri vefinn okkar. Njótið vel!

Smart Teachers Play More námskeið í Reykjavík!

Með Fréttir og fræðsla

Síðastliðna viku voru 24 kennarar frá 9 evrópskum löndum stödd á Smart Teachers Play More námskeiði í Reykjavík. STPM er samvinnuverkefni Smart English og Play To Learn More og er liður í Erasmus+.  Þátttakendur fræddust um Leikur að læra og fleiri skapandi kennsluhætti. Mikið var hlegið, leikið og sprellað! Eins og slagorð STPM segir: Inspire to be inspired!

Lífshlaupið og Leikur að læra!

Með Fréttir og fræðsla

Lífshlaupið – orku- og hvatningarverkefni ÍSÍ er hafið!

Eins og segir á vef ÍSÍ þá er markmiðið með verkefninu er að hvetja almenning til daglegrar hreyfingar. Hluti af því að bæta heilsu og vellíðan er að hreyfa sig reglulega. Leikur að læra leggur mikið upp úr því að þeir sem nýti sér kennsluaðferðina séu vakandi fyrir þeim tækifærum sem skapast til að hlúa að eigin heilsu í starfi með börnum.  Við höfum útbúið bæði veggspjald og myndband til að hvetja fólk áfram!

Hlúum að eigin heilsu í leik og starfi! Góða skemmtun.

 

Leikur að læra kennarar!

Með Fréttir og fræðsla

Leikur að læra er stolt af því að kynna LAL- kennara. Kennarar sem hafa áhuga á því að kenna í gegnum leik og hreyfingu, deila hugmyndum með íslenskum og erlendum kennurum geta orðið LAL kennarar. Skilyrði er að hafa lokið grunnnámskeiði Leikur að læra og unnið með efnið í nokkra stund. Eins og við segjum þá er ekki hægt að gera vitleysu í Leikur að læra svo lengi sem kennarinn er með ákveðið námsmarkmið í huga og þvi er blandað saman við leik og hreyfingu.

Fyrstu Leikur að læra kennararnir sem við kynnum til leiks eru Jón Arnar og Rakel frá leikskólanum Austurborg. Þau ætla að kenna okkur leik sem þau nota mikið með sínum nemendum til að þjálfa tölur, talningu og fleira. Hann byggir á skemmtilega Snákaspilunu sem við þekkjum betur sem borðspil. Góða skemmtun og njótið!

Stöðvar eru snilld!

Með Fréttir og fræðsla

Flestir kennarar þekkja stöðvavinnu annaðhvort úr skólastarfinu eða úr ræktinni! Stöðvavinna gengur út á það að vinna í ákveðinn tíma að verkefni á einni stöð og skipta svo yfir á þá næstu þegar ákveðinn tími er liðinn.
Stöðvar hentar mjög vel í Leikur að læra í litlum og stórum rýmum. Hérna má sjá hvernig stærðfræðistöðvar eru útfærðar í skólastofu með 20 nemendum í 2.bekk í Fossvogsskóla.  Hver hópur vinnur 5 til 8 mínútur á hverri stöð.  Allir nemendurnir eru virkir í tímanum og hafa frelsi til að útfæra hreyfingar eftir fyrirmælum eða eigin höfði.
Á meðlimasíðu Leikur að læra eru hugmyndir af stöðvum í íslensku og stærðfræði fyrir 4ra til 10 ára nemendur. Stöðvarnar eru studdar með skjölum til að prenta út ef þess þarf.
Látum leikinn vera í fyrirrúmi í kennslunni!

Uppbygging kennslustunda

Með Fréttir og fræðsla

Kennsluaðferðin Leikur að læra er byggð á íþróttalegum grunni og  tekur  uppbygging kennslustunda í Leikur að læra einnig mið af því.  Það er sama hvort að það sé handboltaæfing hjá 7.flokki, æfing hjá fótboltalandsliðinu eða eróbikktími hjá Magga Schewing(hver man ekki eftir því!) þá er uppbyggingin alltaf sú sama, upphitun, aðalþáttur og teygjur og slökun.
Hjá Leikur að læra kallast þessi uppbygging hópleikur, einstaklingsleikur og slökun og snerting. Frjálsum leik með kennslugögn er þar að auki bætt inn í kennslustundina, sem einnig er oft gert í íþróttum hjá yngstu kynslóðinni.
Að sjálfsögðu er alltaf hægt að nota staka Leikur að læra leiki hvar sem þar sem það hentar en reynslan hefur sýnt það að til þess að ná sem bestum árangri með kennsluaðferðinni þá hentar þessi uppbygging mjög vel sé hún notuð markvisst.
Tilgangurinn er tvíþættur: annars vegar að ná til ólíkra og fjölbreyttra þarfa nemendahópsins og hins vegar að höfða til mismunandi skynfæra hvers nemenda með ólíkum verkefnum. Þessi uppbygging eykur úthald nemenda sem geta unnið lengur með sama námsþáttinn í gegnum mismunandi skynfæri og ólíkar upplifanir.
Myndbandið um Uppbyggingu tíma er á ensku, það er vel stutt með skýringarmyndum.
Góða skemmtun.

Erasmus námskeið á Íslandi

Með Fréttir og fræðsla

 

Smart Teachers Play More (STPM) er skemmtilegt samstarf Leikur að læra og Smartenglish, Alicante.  STPM bjóða upp á námskeið sem styrkt eru af Erasmus fyrir yngri barna kennara í Evrópu. Fyrsta námskeiðið á Íslandi verður haldið í nóvember og undirbúningur í fullum gangi. Nú þegar hafa verið haldin námskeið í Alicante. Mikill áhugi er fyrir Leikur að læra e. Play To Learn More og á þessu ári munu yfir 100 erlendir kennarar sækja námskeið STPM.

Umsjón persónuverndarvalkosta

Afar Nauð

Vafrakökur eru nauðsynlegar til að vefsetrið starfi eðlilega.

-

Synleg Frammistöðu

Vafrakökurnar eru notaðar til að fylgjast með notendasamskiptum og skynja þegar hugsanleg vandkvæði koma upp. Þær hjálpa okkur að bæta þjónustu okkar með því að láta í té greiningargögn um hvernig notendur nota þetta vefsetur.

_ga, _gali, _gat, _gid

Markaðssetning

Notaðu vafrakökur til að nýta þér markaðssetningarreynslu þína til hins ýtrasta og lesa veraldarvefinn. Allar fyrirætlanir eru að mestu leyti viðeigandi fyrir hvern einstakling og eru jafnframt viðeigandi valkostir fyrir hvern ritstjóra vefseturs og aðra.

_