Vorum gefa út þessi fallegu spjöld með ferðamátum. Teikningar eftir Ragnheiði Jónsdóttir. 28 spjöld með mismunandi ferðamátum fyrir hressa krakka. Henta vel á margvíslegan hátt í Leikur að læra- og í almennum hreyfistundum. Hægt er að setja spjöldin í teninga eða nota ein sér. Spennandi efniviður fyrir kennara og nemendur. Hægt að er að kaupa spjöldin og tening hjá kristin@lal.is
Við erum stolt og spennt að kynna íþróttaskóla Leikur að læra! Þar munu foreldrar fá tækifæri að koma með börnum sínum og upplifa nám í gegnum leik og hreyfingu. Mikið af hugmyndum sem hægt er að nýta sér heima við kennslu undirstöðuatriða í lestri og stærðfræði á líflegan og skemmtilegan hátt. 3 hópar fyrir 3ja, 4ra og 5 ára börn. Hvert námskeið eru 6 vikur og hefst sunnudaginn 12.sept.
Nánari upplýsingar og skráning er hjá berglind@lal.is
Kennarar Kristín Einarsdóttir og Berglind Ýr Karlsdóttir
Meira nám í gegnum leik og hreyfingu í þinn skóla? Leikur að læra býður upp á innleiðingaferli í leikskóla þar sem kennarar fá góðan stuðning frá starfsfólki LAL. Við komum í þinn skóla með grunnnámskeið sem er fylgt eftir með heimsókn í vinnu með börnum. Starfsfólki gefst þannig tækifæri að fylgjast með og spreyta sig á aðferðarfræðinni í raunverulegum aðstæðum! Hlökkum til að koma í þinn skóla.
Í skjalinu hér að neðan eru nánari upplýsingar um það sem er í boði.
Undanfarin ár hefur Leikur að læra lagt áherslu á ákveðna þætti í skólastarfi. Skólaárið 2020 – 2021 mun athyglinni verða beint að félagsfærni! Kennsluaðferðin býður upp á óteljandi möguleika í kennslu og þjálfun á ólíkum þáttum í félagsfærni hjá börnum. Eins og við segjum þá er Leikur að læra -ein með öllu!! Börn fá að upplifa alla þætti leikskólastarfsins í gegnum leik og hreyfingu! Vilt þú fá að vita meira? Hafðu samband og fáðu 90 mínútna námskeið í þinn skóla.
Nú eru margir foreldrar heima með börnunum sínum. Leikur að læra ætlar að koma með skemmtilegar hugmyndir af því hvað við getum gert með þeim til að stytta okkur stundir og lært í leiðinni! Við höfum fengið til liðs við okkur Berglindi Ýr dansara og LAL kennara til að gera Leikur að læra leiki og þrautir með syni sínum. Fylgið okkur á Facebook eða Instagram. Gaman væri ef þið sýnið okkur hvað þið eruð að gera heima með því að tagga okkur @leikuradlaera. Góða skemmtun.
Föstudaginn 11. október var Leikur að læra ráðstefnan haldin í fjórða sinn. Að þessu sinni var áhersla lögð á útinám og heiti ráðstefnunnar var Útinám er leikur einn! Rúmlega 400 kennarar tóku þátt í 16 vinnustofum í yndislegu umhverfi Garðyrkjuskólans að Reykjum í Hveragerði. Ævintýralegt umhverfi, faglegar vinnustofur og frábærir þátttakendur gerðu daginn heldur betur eftirminnilegan. Hægt var að velja um vinnustofur á borð við; Náttúrustígur, Skýli og skjól, Hreyfing og jóga, Fjölbreyttar útistöðvar, Skógurinn og blandaður aldur, Útinám þarf ekki að kosta mikið, Útikennslubakpokinn, Outdoor journey, Núvitund með börnum, Færni til framtíðar, Útikennslustöðvar á leikskólalóðinni, Tálgun, Hvernig vaxa plöntur og Leikur að læra. Það er greinilega mikill áhugi á ráðstefnu um útinám og við munum örugglega standa fyrir slíkri ráðstefnu aftur. Við viljum þakka nemendum í 10. bekk í Grunnskóla Hveragerðis fyrir frábæra aðstoð við að vísa þátttakendum á veginn.
Leikur að læra þakkar öllum sem komu á ráðstefnuna fyrir skemmtilegan dag😊
Kierna Corr leikskólastjóri á Norður Írlandi kynntist Leikur að læra í febrúar á námskeiði hjá STPM og hefur nýtt sér það mikið með sínum nemendum. Það er gaman að sjá hvernig hún nýtir sér hugmyndafræðina og segir að það sé algjörlega út fyrir boxið hjá henni að leyfa nemendum að klifra upp á borðum! Hún hefur ekki úr miklu plássi að spila en nýtir það vel og á skemmtilegan hátt í þrautabrautum eins og sjá má á myndunum.
Það er alltaf gaman að fá tækifæri til að vinna með börnum í ólíkum löndum. Börn eru alls staðar eins – elska að leika og gleyma sér við að læra og leika. Kennarar fá tækifæri til að sjá hvernig hægt er að beita aðferðinni í sinni eigin kennslustofu. Í þessum fína leikskóla sem er í miðborg Gdansk hafa kennarar nánast ekkert útisvæði til að vinna með en þessar rúmgóðu kennslustofur bjóða upp á endalausa möguleika á námi í gegnum leik og hreyfingu.
Hlín Hilmarsdóttir gerði meistaraverkefni sitt til M.Ed-gráðu frá HÍ. Hún gerði rannsókn á samþættingu hreyfingar og stærðfræði með aðferðarfræði Leikur að læra. Tveir hópar 4ra og 5 ára nemenda fengur kennslu í hreyfingu og stærðfræði þar sem dæmigerð LAL uppbygging var notuð í 12 kennslustundunum yfir 6 vikur.
Niðurstöðurnar benda m.a. til þess að nemendurnir hafi bæði tekið líkamlegum og vitsmunalegum framförum á einungis 6 vikum auk þess sem aðferðin jók úthald nemenda og kom til móts við einstaklingsbundnar þarfir bæði líkamlegar og vitsmunalegar.
Við óskum Hlín innilega til hamingju með áhugavert verkefni.
Í lok mars fóru nokkrir kennarar af Leikur að læra leikskólanum Reykjakoti til Riga á ráðstefnuna Responsible lifestyle á vegum Nordplus. Reykjakot hefur verið þáttakandi í þessu verkefni og hefur það gefið þeim tækifæri til að skoða ákveðna þætti í lífi og starfi. Þau voru með fyrirlestur um Ábyrga líðan(Responsible wellbeing) sem Þórunn Ósk leikskólastjóri flutti og kennarar Reykjakots stýrðu Leikur að læra vinnustofu sem var streymt beint á netinu! Á ráðstefnunni voru í kringum 200 kennarar og starfsfólk CreaKids frá Noregi og Lettlandi.
Recent Comments